„Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Smári Jökull Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 13. júlí 2024 20:09 Sif Atladóttir var að fylgjast með dóttur sinni á Símamótinu þegar Sportpakkann bar að garði. Vísir/Ívar Stelpurnar okkar fögnuðu einum stærsta sigri sem unnist hefur hjá íslensku fótboltaliði er þær lögðu Þýskaland 3-0 í gær. Fyrrum landsliðskona segist springa úr stolti yfir þeim miklu fyrirmyndum sem finna má í íslenska liðinu. „Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég fékk alveg nokkrar spurningar hvernig tilfinningin var fyrir leikinn. Ég var frekar jákvæð og bjartsýn og þannig leið mér eiginlega svolítið í gegn. Það var ekkert verra þegar við skoruðum og svo þegar Glódís bjargaði á línu. Ef það er einhvers staðar sem er góð auglýsing fyrir fótboltann yfirhöfuð þá var þetta stórskotlegt,“ sagði Sif Atladóttir fyrrum landsliðskona í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum á Stöð 2. Sif var stödd á Símamótinu sem fram fer nú um helgina. Stór hluti þeirra 3000 ungu fótboltakvenna sem taka þátt í mótinu var á vellinum í gær og óhætt að segja að þær hafi notið sín vel. „Þetta var ótrúlega gaman. Stelpurnar í landsliðinu eru svo miklar fyrirmyndir. Ég var að labba af vellinum einum og hálfum tíma eftir lokaflautið og þá voru stelpurnar af mótinu ennþá að bíða og okkar bestu konur labbandi úti í rigningunni og voru að gefa eiginhandaráritanir. Það er þetta sem þetta gengur út á,“ bætti Sif við. Þurfa að gefa skít í þá sem eru fyrir utan Einhver neikvæð umræða hefur verið um íslenska liðið síðustu mánuði og tjáði Þorsteinn Halldórsson sig meðal annars um gagnrýnina á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sif segir liðið ekki láta þá gagnrýni bíta á sig og séu með hausinn á réttum stað. „Er ekki bara jákvætt að allir hafi skoðun á liðinu? Þá skiptir þetta máli,“ segir Sif. „Þetta hefur engin áhrif, við erum ekki í klefanum og á æfingum og vitum ekki hvað er í gangi. Auðvitað hefur maður skoðun á þessu því manni þykir vænt um þetta lið,“ „Mér finnst þetta dásamlegt. Það er frábært að hann geti leyft mönnum að éta á þessum sokk, það er bara geðveikt,“ „Þegar maður hefur ákveðna trú og á ákveðinni vegferð þarf maður að gefa smá skít í hvað þeim sem eru ekki inni á vellinum finnst. Það sýnir aftur að þessar stelpur eru stríðsmenn og valkyrjur. Fyrirmyndir fyrir stelpurnar hérna,“ segir Sif. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að neðan. Fréttin úr Sportpakkanum er að ofan. Klippa: „Þessar stelpur eru stríðsmenn“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Þorsteinn: Mér finnst reyndar margir þeirra sem tjá sig ekki hafa hundsvit á kvennafótbolta Á fundi með blaðamönnum var farið yfir víðan völl um sigurleik Íslands á Þjóðverjum með Þorsteini Halldórssyni þjálfara liðsins. Umræðan fór út í ferlið á liðinu og gagnrýni á það sem Þorsteinn taldi hafa verið skrýtna á köflum. 12. júlí 2024 19:50