Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögulega lækningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2024 19:37 Auður Guðjónsdóttir og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007. Vísir/Bjarni Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða. Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar. Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Auður og dóttir hennar Hrafnhildur Thoroddsen stofnuðu Mænuskaðastofnun Íslands ásamt fleirum árið 2007, en frú Vigdís Finnbogadóttir er til að mynda verndari samtakanna. „Dóttir mín slasaðist. Lenti í bílslysi og slasaðist mjög alvarlega og lamaðist fyrir neðan mitti. Og ég áttaði mig á því svona tíu árum seinna að það væri til svo mikil vannýtt þekking í sambandi við lækningu á mænuskaða,“ segir Auður. Auður Guðjónsdóttir er bæði stofnandi og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.Vísir/Bjarni Síðan hefur hún barist fyrir því að vekja athygli á málstaðnum, með það að markmiði að hvetja til þess að fundin verði lækning við mænuskaða. „Þetta er bara svo erfitt. Taugakerfið er svo flókið og þekkingin liggur í brotum út um allan heim og já, þetta er bara svo erfitt. En nú er gervigreindin komin og maður er að binda vonir við að hún geti lesið sig í gegnum stór gagnasöfn, gagnabanka um mænuskaða og annað,“ segir Auður. Hún kveðst þakklát fyrir þann hljómgrunn sem hún hafi fundið frá stjórnvöldum og almenningi á Íslandi, en baráttan hefur náð út fyrir landsteinana. Bréf frá varaframkvæmdastjóra SÞ „Ég tók mig til og fór að skrifa bréf. Til Ban Ki-moon og til Tedrosar og Aminu Mohammed og til háttsetts fólks og vekja athygli á því að það þarf nauðsynlega að finna lækningu við mænuskaða og ég hef fengið bara lygilega mörg svör,“ segir Auður, sem vísar þar til fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sitjandi varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Baráttuna og bréfaskriftirnar segir Auður hafa skilað árangri. „Ég hef verið mjög heppin með það að íslensk stjórnvöld eru að hjálpa mér. Og sérstaklega utanríkisráðuneytið og við höfum náð ýmsu fram á alþjóðavettvangi, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ „Meðal annars þetta áratuga átak í þágu flogaveiki og annarra meina í taugakerfinu. Það átti bara að vera átak fyrir flogaveiki en við komum orðunum „önnur mein í taugakerfinu“ inn. Það er núna í gangi þetta áratuga átak í þágu taugakerfisins hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og það er meðal annars okkur að þakka hér á Íslandi,“ segir Auður. Þó baráttan hafi skilað einhverjum árangri er Auður þó hvergi hætt, en hún vonast til að læknavísindin taki við sér í takt við aukna framþróun í tækni og rannsóknum. Hún geri sér þó grein fyrir því að um flókið læknisfræðilegt viðfangsefni sé að ræða, og því vonast Auður eftir að hægt verði að nýta betur og samræma þá þekkingu sem til er í heiminum svo hægt sé að byggja betur ofan á þann grunn. Mænuskaðastofnun hyggst beita sér áfram á alþjóðavettvangi og heldur því úti söfnun og átaki í vitundarvakningu sem hægt er að lesa um nánar á heimasíðu stofnunarinnar.
Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira