Bellingham líklega á leið í aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 11:01 Jude Bellingham finnur vel fyrir axlarmeiðslunum en fari hann í aðgerð missir hann af tveimur fyrstu mánuðum næsta tímabils. Getty/Robbie Jay Barratt Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham gengur ekki alveg heill til skógar og hefur ekki gert það síðan í nóvember á síðasta ári. Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Bellingham og félagar í enska landsliðinu eru nú aðeins einum leik frá fyrsta stóra titli Englendinga frá árinu 1966 og enska liðið þarf á góðum leik frá honum að halda til að landa titlinum um helgina. Bellingham hefur glímt við axlarmeiðsli í meira en sex mánuði og spænski miðilinn Relevo segir að hann gæti þurft að fara í aðgerð eftir Evrópumótið. Bellingham meiddist á öxl í leik á móti Rayo Vallecano 5. nóvember síðastliðinn. Hann hefur spilað í gegnum meiðsli í allan þennan tíma en Relevo segir að hann finni enn vel fyrir þessu. Reminder: Jude Bellingham has been nursing a shoulder injury, which will require surgery, since November - it won't stop him playing for #RealMadrid in the #UCLFinal.pic.twitter.com/dcsJzNx6ue— Football España (@footballespana_) June 1, 2024 Real Madrid mun skoða leikmanninn betur eftir úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Þá verður tekin ákvörðun um aðgerð sem myndi þýða að Bellingham missir af fyrstu tveimur mánuðum næsta tímabils. Á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid þá vann Bellingham Meistaradeildina og spænsku deildina með Real Madrid. Hinn 21 árs gamli Bellingham var með 23 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu. Hann gæti síðan bætt Evrópumeistaratitli við um helgina og væri þá örugglega búinn að taka forystuna í keppninni um næsta Gullhnött, Ballon d'Or. Bellingham missti af tveimur leikjum vegna meiðslanna. Hann var þá kominn með 14 mörk og 4 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjunum í deild og Meistaradeild. Eftir meiðslin þá bætti hann „bara“ við 10 mörkum og 8 stoðsendingum í 26 leikjum í deild og Meistaradeild. 🚨If Jude Bellingham does the shoulder surgery to permanently fix his injury, he will be OUT for atleast two months. @JorgeCPicon pic.twitter.com/vtvtXMQpQu— Madrid Zone (@theMadridZone) July 11, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira