„Hefðum átt að fá allavega eitt víti í viðbót“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2024 23:00 Chris Shields klúðraði einu víti og vildi fá annað. vísir / pawel Chris Shields fyrirliði Linfield var að vonum svekktur eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Emil Atlason skoraði fyrra mark Stjörnunnar og seinna var sjálfsmark eftir undirbúning Emils. Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“ Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Shields ræddi við blaðamenn eftir leik og sagði liðið vel geta snúið blaðinu við í seinni hálfleik. Aðspurður um hvað skildi liðin að í kvöld sagði hann: „Það eru bara þessi litlu atriði sem við höfum séð oft áður í Evrópuleikjum. Þetta var jafn leikur í upphafi en svo skorar framherjinn þeirra beint úr aukaspyrnu og það setur okkur vonda stöðu. Síðan klikkum við á vítalínunni og það tekur dálítið orkuna úr okkur. Síðan fer boltinn af okkar manni í öðru markinu. Þannig þetta eru bara þessi litlu atriði sem ráða úrslitum. Hefur fulla trú fyrir seinni leikinn Fyrirliðinn virtist ekki í vafa um það að liðið gæti snúið einvíginu sér í vil í seinni leiknum. „Við verðum að hafa trú á því. Við höfum spilað mikið af leikjum í Evrópukeppnum og vitum að eitt mark breytir viðureignunum mikið og það hlýtur að vera okkar plan í næsta leik að skora fyrsta markið.“ sagði Shields og sagði svo Stjörnuna ekki hafa komið þeim á óvart. „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel. Stjarnan er gott lið og ég hef áður spilað Evrópuleik á Íslandi. Því þekki ég vel hvernig deildin er og skipulagið á íslenskum fótbolta. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þeir voru rólegir, yfirvegaðir og spila góðan fótbolta. Það var bara undir okkur komið að mæta þeim en við gerðum það ekki.“ Eitt víti ekki nóg Linfield fékk víti eftir 27 mínútna leik og var það umtalaður Shields sem skot boltanum bylmingsfast í slánna. Þeir gerðu tilkall til tveggja víta í viðbót og höfðu líklega eitthvað fyrir sér miðað við endursýningar. „Mér fannst allavega annað atvikið vera víti. Ég skil að það er erfitt fyrir dómarann að gefa víti sérstaklega þegar hann er búinn að gefa eitt slíkt. Það er ekkert VAR þannig ég hef skilning á því að þetta er erfitt fyrir dómarann. Hefðum líklega átt að fá allavega eitt víti í viðbót en fengum ekki og verðum bara að halda áfram.“ sagði fyrirliðinn. Engar afsakanir Linfield eru á sínu undirbúningstímabili þar sem norður-írska deildin er ekki hafin á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Shields vildi ekki vera að nota það sem afsökun fyrir frammistöðunni í dag. „Við fengum mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Hefur verið svona síðustu ár líka og við viljum ekkert vera að nota það sem afsökun. Það sást í lokin að við gátum alveg hlaupið með þeim þannig við getum ekki talað um að við séum í verra formi en þeir.“ sagði Shields og bætti við að lokum: „Við þekkjum þetta frá okkar heimalandi, vind, rigningu og gervigras. Viljum ekki nota þetta sem afsökun.“
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira