„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 15:20 Heimir Hallgrímsson tekur í spaðann á Marc Canham, íþróttastjóra írska knattspyrnusambandsins. getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans. Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans.
Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira