Fleygði lögreglumanni í jörðina eftir hlaup um miðbæ Akureyrar Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 07:19 Lögreglan var kölluð út vegna slagsmála við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Síðan hófst eftirför lögreglu um miðbæ Akureyrar. Vísir/Tryggvi Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að veitast að lögreglumanni í miðbæ Akureyrar í júlí í fyrra. Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað. Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað.
Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira