Stefán Teitur seldur til Preston Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 14:18 Stefán Teitur Þórðarson er orðinn leikmaður Preston. Hér er hann á ferðinni gegn Hollandi í síðasta mánuði, í 20. A-landsleik sínum. Getty/Jose Breton Enska knattspyrnufélagið Preston North End tilkynnti í dag um kaup á Skagamanninum eftirsótta Stefáni Teiti Þórðarsyni, frá danska félaginu Silkeborg. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Silkeborg um helgina kom fram að félagið væri í viðræðum vegna Stefáns, og gerði nú ráð fyrir að hagnaður ársins yrði 140 milljónum íslenskra króna meiri en áður var talið. Welcome to PNE, Stefán Teitur Thórdarson. 🇮🇸The Iceland international joins us on a three-year deal from Silkeborg IF for an undisclosed fee. ✍️#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024 Stefán Teitur er miðjumaður sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn gegn Englandi á Wembley í júní. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ segir Stefán Teitur á heimasíðu Preston. Preston leikur í næstefstu deild Englands og endaði þar í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Fleiri félög í sömu deild munu hafa barist um starfskrafta Stefáns Teits því Tipsbladet í Danmörku greindi frá miklum áhuga bæði Derby og QPR. Ný stjórinn hans, Ryan Lowe, sagði mikið fagnaðarefni að hafa landað Stefáni, sérstaklega vegna áhuga annarra félaga í deildinni. Stefán Teitur er 25 ára og kom til Silkeborg fyrir fjórum árum, frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Hann lék yfir hundrað leiki fyrir Silkeborg og skoraði á síðustu leiktíð 11 mörk, og varð danskur bikarmeistari. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Silkeborg um helgina kom fram að félagið væri í viðræðum vegna Stefáns, og gerði nú ráð fyrir að hagnaður ársins yrði 140 milljónum íslenskra króna meiri en áður var talið. Welcome to PNE, Stefán Teitur Thórdarson. 🇮🇸The Iceland international joins us on a three-year deal from Silkeborg IF for an undisclosed fee. ✍️#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) July 9, 2024 Stefán Teitur er miðjumaður sem á að baki 20 A-landsleiki fyrir Ísland, þar af einn gegn Englandi á Wembley í júní. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ segir Stefán Teitur á heimasíðu Preston. Preston leikur í næstefstu deild Englands og endaði þar í tíunda sæti á síðustu leiktíð. Fleiri félög í sömu deild munu hafa barist um starfskrafta Stefáns Teits því Tipsbladet í Danmörku greindi frá miklum áhuga bæði Derby og QPR. Ný stjórinn hans, Ryan Lowe, sagði mikið fagnaðarefni að hafa landað Stefáni, sérstaklega vegna áhuga annarra félaga í deildinni. Stefán Teitur er 25 ára og kom til Silkeborg fyrir fjórum árum, frá uppeldisfélagi sínu ÍA. Hann lék yfir hundrað leiki fyrir Silkeborg og skoraði á síðustu leiktíð 11 mörk, og varð danskur bikarmeistari.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira