Furða sig á brotthvarfi aðstoðarþjálfarans: „Gjörsamlega galið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 16:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, skilur ekkert í því af hverju aðstoðarþjálfarinn Olgeir Sigurgeirsson var látinn fara ef marka má orð Alberts Brynjars Ingasonar. Samsett Fylkir mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla síðastliðinn laugardag. Í uppgjörsþættinum Stúkan myndaðist umræða um Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara liðsins. Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira