Vaxandi vanskil merki um víðtækari vanda framundan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 22:07 Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vísir/Einar Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín. Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira