Sextíu þúsund manns vilja ekki missa De Ligt til Man United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 11:30 Fjöldi stuðningsmanna Bayern München vill ekki missa Matthijs de Ligt frá liðinu. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Tæplega sextíu þúsund stuðningsmenn þýska stórveldisins hafa sett nöfn sín á undirskriftalista til að reyna að koma í veg fyrir að félagið selji varnarmanninn Matthijs de Ligt til Manchester United. De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
De Ligt hefur verið sterklega orðaður við United í sumarglugganum og er Hollendingurinn sagður vilja komast frá þýska félaginu Bayern München. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að United hafi hafið viðræður við De Ligt um möguleg vistaskipti hans til félagsins. De Ligt hefur verið í herbúðum Bayern Münchern frá árinu 2022, en hefur ekki átt sjö dagana sæla og er nú orðaður frá félaginu þrátt fyrir að spila þrjátíu leiki í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. De Ligt vann sig þó betur og betur inn í byrjunarlið Bayern á síðasta tímabili, en yfirmenn hjá félaginu sögðu frá því að hann mætti yfirgefa herbúðir Bayern ef rétt tilboð myndi berast. Bayern hefur nú þegar fengið japanska miðvörðinn Hiroki Ito til liðs við sig í sumar og félagið er einnig langt komið með að næla í þýska miðvörðinn Jonathan Tah frá Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen. Því gæti verið lítið pláss fyrir Matthijs de Ligt í liðinu. 🚨🔴 Hiroki Itō to Bayern, here we go! Agreement in place with the player on five year contract, next step medical tests.Bayern trigger €30m release clause from Stuttgart for 25 year old Japanese defender.Bayern also remain in talks for Jonathan Tah. pic.twitter.com/yFps2k2GEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Stuðningsmenn Bayern eru hins vegar margir hverjir ekki hrifnir af því að missa De Ligt úr herbúðum liðsins. Sky Sports í Þýskalandi greinir nú frá því að rétt tæplega sextíu þúsund manns hafi ritað nafn sitt á undirskriftalista sem kallar eftir því að Hollendingurinn fari ekki fet. Á undiskriftalistanum segir að Matthijs de Ligt, sem enn er aðeins 24 ára gamall, sé „heimsklassa varnarmaður, líklega sá besti í liðinu“ og að hann „eigi langan og farsælan feril frammi fyrir sér“. Þá er de Ligt einnig hrósað fyrir „aðdáunarverðan þroska og hugarfar“.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira