Slæleg vinnubrögð álagi og tímapressu að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 15:22 Páll Winkel Páll E. Winkel fangelsismálastjóri harmar úrskurð dómsmálaráðuneytisins þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að verulegir ágallar séu á inntökuferli í fangavarðanám. Stjórnendur fangelsanna, yfirmenn umsækjenda, hafi metið andlegt og líkamlegt heilbrigði umsækjenda sem fengu ekki boð í viðtal. RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“ Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
RÚV greindi frá úrskurði ráðuneytisins í gær. Fangelsismálastofnun hefur falið mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar að annast námið. Umsóknarferlið var hins vegar í höndum Fangelsismálastofnunar, þar sem 20 umsækjendur voru teknir inn af 42. Nokkrir umsækjendur kærðu inntökuferlið til ráðuneytisins þar sem þeir töldu það byggjast á ómálefnalegum forsendum. Sú var niðurstaða ráðuneytisins. Hins vegar var niðurstaða um inntökuna ekki ógilt þar sem þeir sem fengu inngöngu hafi stundað námið í góðri trú og haft lögvarða hagsmuni af því að ákvörðunin standi. Hefðu þurft að vinna málið mun betur Páll E. Winkel harmar úrskurð ráðuneytisins. „Þetta er ekki gott, ég er á því. Staðan er þannig að það hefur verið gríðarlegt álag á öllu fullnustukerfinu með miklu vinnuálagi fyrir alla sem í þessum málaflokki vinna,“ segir Páll í samtali við Vísi og nefnir breytta löggjöf og uppbyggingu nýs fangelsis. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur „Á þessum sama tímapunkti erum við að færa rekstur á fangavarðaskólanum í nýtt form í samstafi við menntasetur lögreglunnar. Það var unnið undir mikilli tímapressu. Skólinn átti að hefjast í janúar, sem hann og gerði. Við hefðum þurft að vinna það mál mun betur og mér þykir leitt að hæfir nemendur hafi ekki komist þarna inn í vetur,“ segir Páll Winkel. Staðið hafi til að setja nýja reglugerð um fangavarðaskólann, sem hafi ekki tekist innan þess tíma sem að setja þurfti skólann af stað. „Við þurfum að fara yfir allt okkar verklag og gera betur,“ segir Páll. Viðbúinn skellur Kom þessi úrskurður á óvart eða var þetta viðbúið? „Þetta var viðbúið. Þegar við skoðuðum þetta verklag okkar betur, þá sá ég að þetta var ekki eins og best var á kostið. Enda lýsi ég því í umsögn okkar sem barst síðar að þarna hefði þurft að vinna betur.“ Farið verði yfir verkferla og vandað til verka að sögn Páls. Hann býst við nýrri reglugerð á næstunni. Páll útskýrir að fangavarðaskólinn hafi áður fyrr verið rekinn af Fangelsismálastofnun haldinn þegar þörf hafi verið á og fjármagn til. „Þá var ferlið mun einfaldara því þá gátum við tekið inn þann fjölda sem við vildum hverju sinni. Það sem var öðruvísi núna var að við gátum bara tekið inn tuttugu en þörfin var meiri. Því reyndi í fyrsta sinn verulega á það að taka inn hluta hópsins á undan öðrum.“ RÚV greinir frá því að í einni kærunni komi fram það sjónarmið að starfsfólk fangelsanna sé ragt við að leita réttar síns og tjá skoðanir af ótta við stjórnendur. Einum kæranda hafi verið sagt upp störfum eftir að kæra var lögð fram. Páll kannast ekki við ógnarstjórn innan fullnustukerfisins. „Ég veit að engum hefur verið sagt upp vegna kæru til ráðuneytisins, enda er það réttur þeirra til þess að fá ákvörðun endurskoðaða. Það er okkar að læra af þessum úrskurði.“
Fangelsismál Dómsmál Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira