Foden finnur til með Southgate Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 07:36 Phil Foden er einn af þeim leikmönnum sem hafa ekki náð að sýna það sama með enska landsliðnu á EM og við þekkjum til þeirra með félagsliðunum þeirra. Getty/Richard Pelham Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni. Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira
Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Virkilega galið tap“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Sjá meira