Foden finnur til með Southgate Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 07:36 Phil Foden er einn af þeim leikmönnum sem hafa ekki náð að sýna það sama með enska landsliðnu á EM og við þekkjum til þeirra með félagsliðunum þeirra. Getty/Richard Pelham Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni. Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira