Sveitastrákur mætir með byssuna sína á Ólympíuleikana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júlí 2024 21:05 Hákon Þór hefur keppni á Ólympíuleikunum í París föstudaginn 2. ágúst klukkan 09:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Smiður á Selfossi gerir lítið annað þessa dagana en að skjóta úr byssu og þá marga klukkutíma á dag. Ástæðan er einföld. Hann er að fara að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í París en hann mun keppa í haglabyssuskotfimi. Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend
Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira