Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2024 11:42 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála. Vísir/vilhelm Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira