Dómarinn neitaði að taka í hönd leikmanns eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 07:00 Það er óhætt að segja að þeir Christian Pulisic og Kevin Ortega séu ekki miklir vinir. Getty/ Jamie Squire Dómari í leik Bandaríkjanna og Úrúgvæ í Suðurameríkukeppninni neitaði að taka í höndina á fyrirliða bandaríska landsliðsins eftir leikinn. Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Copa América Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Christian Pulisic, fyrirliði Bandaríkjamanna, rétti fram höndina til að þakka perúska dómaranum Kevin Ortega fyrir leikinn í leikslok en dómarinn neitaði að taka í höndina á honum. Það fylgir sögunni að það leit út fyrir að Pulisic hafi verið með einhverjar bendingar og meiningar úr fjarska áður en hann kom til dómarans og rétti fram höndina sína. Það gekk líka mikið á í samskiptum þeirra í leiknum sjálfum. Bandaríska liðið var mjög ósátt með dómgæsluna í leiknum sem liðið tapaði 1-0. Bandaríkjamenn komust þar með ekki upp úr sinum riðli og eru úr leik. Sama hvað gekk á í leiknum þá verður að það teljast afar sérstakt þegar dómarinn neitar að þakka leikmanni fyrir leikinn. Það hefur kannski oft verið á hinn veginn. „Í hreinskilni sagt: Ég var að sjá hluti sem ég hef aldrei séð áður. Ég trúði þessu ekki. Það er samt ekki ástæðan fyrir tapinu. Við erum ekki úr leik vegna dómgæslu,“ sagði Pulisic. „Í alvörunni samt. Ég var að sjá hluti dæmda þannig að ég vissi í raun ekki á hvað ég var að horfa á. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann var að dæma. Ég veit ekki hver þessi maður er og hann gaf mér enga útskýringu á einu eða neinu. Hann var að gera hluti sem ég get ekki sætt mig við,“ sagði Pulisic. „Hann vildi ekki einu sinni taka í höndina á mér. Það er eðlilegt,“ sagði Pulisic af kaldhæðni. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Copa América Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira