Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, segir eftirlit og faglært starfsfólk skorta hjá tveimur einkareknum búsetuúrræðum fyrir börn. Vilhelm/Vinakot Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku. Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku.
Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira