Sagður hafa nauðgað fatlaðri konu og látið son hennar horfa á Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2024 11:38 Samkvæmt ákærunni er maðurinn með lögheimili á Akranesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn andlega fatlaðri konu. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syni konunnar og annarri konu. Þau eru bæði andlega fötluð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað konunni og neytt son hennar til þess að fylgjast með. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot og tilraun til kynferðisbrots gegn konunni, með því að hafa í fjölda skipta á árunum 2016 til 2020, haft samræði og önnur kynferðismök við hana með ólögmætri nauðung. Hann hafi komið að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og haft við hana samræði og önnur kynferðismök og einnig með því að hafa látið hana hafa samræði og önnur kynferðismök við aðra menn sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum og í eitt skipti gert tilraun til að láta hana hafa kynferðismök við annan mann. Var yfirmaður konunnar Maðurinn hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og traust hennar til hans vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Lét soninn fylgjast með Þá segir að maðurinn sé ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konunni og aðallega fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni hennar framin á árinu 2019 eða 2020. Hann hafi í að minnsta kosti eitt skipti látið konuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði og látið son hennar vera viðstaddan á meðan hann hafði samræði og önnur kynferðismök við móður hans, undir því yfirskini að sonurinn ætti að læra að stunda kynlíf Hann hafi notfært sér að konan og sonur hennar gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og auk þess beitt konuna ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og misnotað freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð líkt og lýst er hér að ofan. Leiðbeindi syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Í þriðja lagi sæti maðurinn ákæru fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni konunnar, með því að hafa á árunum 2016 til 2020 áreitt hann kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Ummælin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi sonarins og hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi gegn syninum og annarri konu og jafnframt til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum gegn syninum, með því að hafa 28. desember 2020, farið inn í herbergi sonarins þar sem þau konan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök Maðurinn hafi notfært sér að þau gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Fara fram á ellefu milljónir króna Í ákærunni segir að ákæruvaldið fari fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá sé þess krafist fyrir hönd konunnar að maðurinn greiði henni fimm milljónir króna, fyrir hönd sonarins sé fjögurra milljóna krafist og fyrir hönd hinnar konunnar tveggja milljóna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Akranes Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot og tilraun til kynferðisbrots gegn konunni, með því að hafa í fjölda skipta á árunum 2016 til 2020, haft samræði og önnur kynferðismök við hana með ólögmætri nauðung. Hann hafi komið að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og haft við hana samræði og önnur kynferðismök og einnig með því að hafa látið hana hafa samræði og önnur kynferðismök við aðra menn sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum og í eitt skipti gert tilraun til að láta hana hafa kynferðismök við annan mann. Var yfirmaður konunnar Maðurinn hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og traust hennar til hans vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Lét soninn fylgjast með Þá segir að maðurinn sé ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konunni og aðallega fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni hennar framin á árinu 2019 eða 2020. Hann hafi í að minnsta kosti eitt skipti látið konuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði og látið son hennar vera viðstaddan á meðan hann hafði samræði og önnur kynferðismök við móður hans, undir því yfirskini að sonurinn ætti að læra að stunda kynlíf Hann hafi notfært sér að konan og sonur hennar gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og auk þess beitt konuna ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og misnotað freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð líkt og lýst er hér að ofan. Leiðbeindi syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Í þriðja lagi sæti maðurinn ákæru fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni konunnar, með því að hafa á árunum 2016 til 2020 áreitt hann kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Ummælin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi sonarins og hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi gegn syninum og annarri konu og jafnframt til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum gegn syninum, með því að hafa 28. desember 2020, farið inn í herbergi sonarins þar sem þau konan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök Maðurinn hafi notfært sér að þau gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Fara fram á ellefu milljónir króna Í ákærunni segir að ákæruvaldið fari fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá sé þess krafist fyrir hönd konunnar að maðurinn greiði henni fimm milljónir króna, fyrir hönd sonarins sé fjögurra milljóna krafist og fyrir hönd hinnar konunnar tveggja milljóna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Akranes Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira