Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lögreglan kom Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2024 07:00 Maðurinn tjaldaði á hringtorgi í Mosfellsbæ. Samsett mynd Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði. Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum. Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Óliver Beck Bjarkason, íbúi í Mosfellsbæ á þrítugsaldri, er hluti af tólf manna hópi sem er í svokallaðri „Fantasy-deild fyrir enska boltann“. Deildin gengur út á það að þátttakendur búa til sitt eigið lið með leikmönnum úr ensku deildinni og fá stig eftir hverja umferð miðað við frammistöðu leikmanna. Festi ekki svefn á hringtorginu Hópurinn ákveður alltaf refsingu fyrir þann sem hlýtur fæst stig áður en hvert tímabil hefst og nú varð fyrir valinu að sá sem myndi tapa þyrfti að gista í tjaldi á hringtorgi í sólarhring. Óliver hlaut að þessu sinni fæst stig og neyddist til að taka út refsinguna. „Við erum í fantasy-deild fyrir ensku deildina og þetta var refsingin í ár. Við höfum verið með svona refsingar undanfarin ár. Einu sinni var það að vera á Barion frá opnun til lokunar. Núna vorum við að pæla í að einn þyrfti að vera í sundlaug frá opnun til lokunar eða keyra einn í kringum landið á sólarhring en það var gerð kosning í hópnum og þetta varð fyrir valinu. Það var svolítið súrt,“ segir Óliver í samtali við Vísi. Óliver var mættur á hringtorgið klukkan hálf átta fimmtudagskvöldið og tjaldaði þar einn síns liðs. Hann tók með sér nesti sem hann borðaði en honum gekk mjög erfiðlega að ná svefni vegna umferðar og láta í kringum hringtorgið. Óliver kom sér vel fyrir á hringtorginu í blíðviðrinu.Aðsend Léttir þegar að lögreglan kom „Það voru bílar þarna um nóttina sem voru byrjaðir að flauta á mann svo maður náði ekki að sofa neitt. Ég náði svona tuttugu mínútna blundi inn á milli,“ segir hann og bætir við að vinir hans hafi verið duglegir að kíkja. Hann tók fram að hann hafi ekki hlotið mikla samúð frá þeim heldur hlátur. Lögregluna bar að garði hjá Óliver klukkan tíu um morguninn á föstudag. Óliver segir að það hafi í raun verið léttir þegar að lögreglan kom því þá gat hann drifið sig heim og gat unnið upp þann svefn sem hann hafði misst um nóttina. Óliver segir að lögreglunni hafi fundist uppátækið skondið.Aðsend Styttist í næstu kosningu Það var spenna í veðmálinu hjá þeim félögunum fram á síðasta leikdag í enska boltanum en niðurstaða um hver myndi þurfa að taka út refsinguna kom ekki í ljós fyrr en að Manchester City lyfti enska meistaratitlinum. Óliver segist spenntur fyrir næsta tímabil í enska boltanum og segir að það styttist í næstu kosningu hjá honum og félögunum.
Mosfellsbær Enski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Enski boltinn snýr aftur heim Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. 20. júní 2024 17:41