Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 13:08 Þorkell sagði að hann minnti að hundurinn væri af Schnauzer gerð, en var ekki viss. Hundurinn hefði allavegana ekki verið stór. Getty Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54