Parísarhjólið varla óvinsælt ef sextíu þúsund vilja taka snúning Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 13:51 Einar er hæstánægður með parísarhjólið og telur það ekki óvinsælt ef sextíu þúsund manns ákveða að skella sér hring. Vísir/Bjarni Borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því sem kallaður hefur verið lítill áhugi landsmanna á parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. Fimmtán prósent þjóðarinnar reiknar með að fara hring í hjólinu í sumar. Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34
Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03
Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12
Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06