Býst ekki við nýju eldgosi Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 11:55 Þorvaldur Þórðarson er eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að það hefjist ekki nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að eldgosið þann 29. maí hófst fór land við Svartsengi að rísa á ný. Landrisið hefur haldist nokkuð stöðugt og verið um einn millimetri á sólarhring. Í gær tilkynnti Veðurstofan að hraði landrisins hefði aukist eftir að gosinu lauk fyrir viku síðan og það væri nú orðið hraðar en áður en gosið hófst. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ekkert í hans gögnum bendi til þess að hraðinn hafi aukist. „Málin standa þá þannig núna að ef þetta landris heldur áfram á þessum hraða sem það er búið að vera á, þá myndi svæðið vera komið í þá stöðu að geta fengið annað gos eftir svona þrjá mánuði. Í lok september,“ segir Þorvaldur. Það sé þó alls ekkert víst að það verði annað gos. Flæði í dýpri kvikugeymsluna undir svæðinu, sem hefur verið að dæla kviku inn í grynnri geymsluna, fari minnkandi. „Ef við reiknum með því að hraðinn á minnkuninni haldist sá sami í náinni framtíð, ættum við að vera komin í núllpunkt þar í lok ágúst, byrjun september. Ef það lokast fyrir flæði úr dýpra hólfinu áður en að grynnra hólfið nær þessum krítíska punkti að geta farið aftur í eldgos, þá auðvitað hætti þessi umbrot,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur telur að miðað hver staðan er sé líklegra að ekki komi til nýs eldgoss. Ef nýtt gos hefst verði það að öllum líkindum á sama svæði og þau fyrri. „Þannig það gæti vel verið að við sæjum bara mjög svipaða atburðarás eins og við höfum séð í undanförnum gosum. Að minnsta kosti síðustu tveimur gosum,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira