Ferðaþjónustan þurfi að hætta þessu væli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:05 Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar telur að ferðaþjónustan þurfi ekki endilega á markaðsátaki í boði skattgreiðenda að halda. Í rauninni þurfi hún bara að „hætta þessu væli“. Vísir Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“ Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46