Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 13:46 Í apríl fjölgaði starfandi í ferðaþjónustu milli ára um 350 manns. Vísir/Vilhelm Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira