Endurvekja gamlan draum um heilsulind í Perlunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 16:28 Hugmyndin er að heit laug verði byggð ofan á núverandi vatnstanka, og að utan á tankana verði byggðar þriggja hæða herbergisálmur. Zeppelin Zeppelin arkitektar hafa auglýst eftir samstarfsaðila til að kaupa Perluna og byggja þar hótel, heilsulind og baðlón. Orri Árnason arkitekt, segir að hugmyndin sé rúmlega tíu ára gömul, en nú sé aftur tækifæri til að láta hana raungerast. Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi. Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi.
Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39
Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24