Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Tölvuteiknuð mynd sýnir færanlegt sýningarrými sem Perla norðursins vill reisa við norðvesturhlið Perlunnar. Perla norðursins Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni. Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni.
Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44