Mygla og spilliefni hafi flækt framkvæmdirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 22:30 Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða áætlar að niðurrifinu við Íslandsbanka ljúki eftir nokkrar vikur. Vísir/Bjarni Fokdýrum framkvæmdum við niðurrif gamla frystihússins á Kirkjusandi fer senn að ljúka og stefnt á að hefja uppbyggingu yfir tvöhundruð íbúða á svæðinu í haust. Árum saman hefur húsið staðið tómt síðan rakaskemmdir komu í ljós. Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan. Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Það er ekki mikið eftir af byggingunni hér á Kirkjusandi. Niðurrifsverkefnið er flókið, einkum í ljósi þess að í húsinu var mygla og önnur spilliefni, svo allt þurfti að flokka og efninu að farga eftir kúnstarinnar reglum. „Hér er verið að rífa gamla frystihúsið á Kirkjusandi, og Íslandsbankahúsið eins og flestir þekkja það. Þetta er ofsalega gleðilegt að þessum kafla í sögu svæðisins er loksins að ljúka,“ segir Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Húsið hefur staðið tómt síðan 2017 þegar í ljós komu rakaskemmdir, en niðurrifið sjálft hófst ekki fyrr en fyrir um þremur mánuðum. „Þetta var flókið verkefni. Útaf þessum skemmdum þá þurfti að tæma húsið að innan, skræla allt lífrænt efni, hreinsa það, flokka það og koma því á réttu staðina. Þannig að núna er kannski einfaldi hlutinn eftir en jafnframt sá dramatískasti sem er auðvitað að rífa sjálfa bygginguna,“ segir Kjartan. Áætlað er að verkinu verði lokið eftir nokkrar vikur. „Það er mikið af stáli í þessu, steypustirktarjárni þannig að hér eru öflugar græjur að verki og þetta mun taka nokkrar vikur í viðbót en meiningin er að svæðið verði tilbúið til uppbyggingar næsta haust.“ Til stendur að reisa 220 fjölbreyttar íbúðir á svæðinu. „Þetta er rándýrt. En þetta mun borga sig á endanum. Markmiðið var alltaf hér að byggja upp flott, gott borgarhverfi og það er alveg morgunljóst í mínum huga að það er að takast,“ segir Kjartan.
Íslandsbanki Reykjavík Mygla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent