Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 14:11 Andlátið sem málið varðar átti sér stað í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Sjá meira
Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Sjá meira