Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 14:11 Andlátið sem málið varðar átti sér stað í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent