Óttast að nettröll tefji rannsókn með samsæriskenningum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 07:52 Slater hefur nú verið týndur í rúma viku. Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina. Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún. Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Sjá meira
Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún.
Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Sjá meira
Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31
Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47