Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 12:22 Kjartan Páll segir engin fiskifræðileg rök liggja á bak við kvótasetningu grásleppunnar. Kvótasetningin séu hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum. Vísir/Vilhelm Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32
Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53