Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 11:52 Lilja Rafney Magnúsdóttir sat á Alþingi Íslendinga fyrir VG á árunum 2009 til 2021. Síðan hefur hún verið varaþingmaður fyrir flokkinn sem hún segir nú skilið við. Vísir/Vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja. Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur verið varaþingmaður VG frá 2021 en þar á undan sat hún á þingi fyrir flokkinn í 12 ár. Ástæða úrsagnar hennar úr flokknum eru lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í gær, sem fela í sér kvótasetningu á grásleppuveiðum. „Ég hef auðvitað bara verið mikil baráttumanneskja fyrir hagsmunum þessara minni sjávarbyggða og haldið á lofti þeirri baráttu meðan ég var á þingi. Ég hef alfarið verið á móti kvótasetningu og framsali á þeim tegundum sem eru utan kvótakerfisins í dag,“ segir Lilja Rafney. Vinstri græn, sem haldið hafi á matvælaráðuneytinu, hafi fylgt málinu hart eftir að hennar mati. „Og ég er búin að reyna að gera allt til þess að telja þeim trú um að þetta sé ekki góð leið og ekki í anda VG. Þá bara tel ég mig ekki eiga heima lengur í þeim flokki, miðað við þessa stefnu í sjávarútvegsmálum.“ Lilja segir ákvörðunina ekki tekna af léttúð. „Þetta var mjög erfið ákvörðun, en í hjarta mínu fann ég að nú væri bara fullreynt og ég hef mín prinsipp og stend með þeim sem hallar á.“ Hún hafi ekki gert upp við sig hvort hún segi af sér varaþingmennsku. „Það bara kemur í ljós. Ef það verður óskað eftir því að fá varaþingmann inn þá eru auðvitað fleiri á listanum og ég bara met það þegar að því kemur eða það kemur til tals.“ „Það hefur verið lítil eftirspurn eftir mér undanfarin misseri, vegna þess að ég hef haft sterkar skoðanir í þessu verið ófeimin að tala fyrir þeim innan VG.“ En má þá skilja það sem svo að þú sért hætt í stjórnmálum? „Ég hætti trúlega aldrei í stjórnmálum. Ég hef verið í stjórnmálum allt mitt líf, verkalýðsbaráttu og stjórnmálum. Ég ríf það ekkert út úr hjarta mínu, en hvernig ég beiti mér, það bara kemur í ljós,“ segir Lilja.
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira