Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 11:59 Rafnhlaupahjól hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. Hopp er með langflest hjólin. Vísir/Vilhelm Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Rafhlaupahjól voru áður í flokki með reiðhjólum en með breyttum lögum fara þau í flokk smáfarartækja. Í greinargerð með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum var vísað til vinnu starfshóps um rafhlaupahjól. Þar kom fram að aukin notkun þeirra hefði leitt til þess að 17 prósent þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 voru á rafhlaupahjólum. Umferð þeirra væri þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni árið 2021 voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti slíkra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum og eftir miðnætti að þeim liðnum. „Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust á fyrrgreindum tíma og samkvæmt könnun höfðu 40% þeirra vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára sem ekið höfðu rafhlaupahjóli á sex mánaða tímabili gert það undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.“ Þeir sem nota rafhlaupahjólin undir áhrifum eiga nú von á sektum fyrir athæfið. Guðbrandur Sigurðsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði embættið vera að kynna sér breytingarnar á lögunum. Fram kom í skýrslu sama starfshóps að í hópi þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni árið 2021 hefðu ungmenni verið áberandi og mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul, hefðu komið á neyðarmóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjólum. Með breyttum lögum er kveðið á um þrettán ára aldurstakmark til að aka rafhlaupahjólum. Hjálmaskylda er hjá börnum undir sextán ára aldri. Þá er nú bannað að eiga við hjólin og breyta þannig mögulegum hámarkshraða undir vélarafli. Á það við um rafhlaupahjól en einnig rafmagnsreiðhjól og létt bifhjól. Starfshópurinn benti einnig á samfélagslegan ávinning rafhlaupahjóla sem væri auðséður. Þar mætti nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og minni umferðartafir.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira