Segir öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júní 2024 14:30 Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags. Vísir/Vilhelm „Það er nánast ekki tekið tillit til þessa. Þegar ég hef verið að lesa gögnin þá kemur verulega á óvart hvað þetta fær litla umfjöllun og lítið vægi og á nokkrum stöðum hef ég fundið umfjöllun um það að þetta breyti ekki miklu til skamms tíma en þetta er bara að gerast núna.“ Þetta segir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags, um áhrif öldrunar þjóðarinnar á húsnæðismarkaðinn í Sprengisandi í morgun. Sigurður hefur vakið þó nokkra athygli undanfarið fyrir greinarskrif sín þar sem hann vinnur með opinber gögn og setur þau í nýtt samhengi og kemst að þeirri niðurstöðu að húsnæðisþörf sé stórlega vanmetin. Núverandi fyrirkomulag nægir ekki Hann segir að ef það er rýnt vel í gögn um húsnæðismarkaðinn sést bersýnilega að íbúðaskuld frá árinu 2011 sé orðin gríðarlega stór og heldur áfram að stækka. Að hans mati er öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið fyrir Íslendinga þegar það kemur að húsnæðismarkaðinum. Hann segir stjórnvöld ekki gera ráð fyrir þessu í áætlunum sínum. „Ef við skoðum bara að við myndum ekki breyta neinu. Við myndum ekki viðhalda mannfjöldanum og bara spila þessa mynd næstu árin þá eru þetta 25 þúsund íbúðir sem þarf. 1.600 íbúðir á ári ná varla að viðhalda þessu.“ Gífurleg fjölgun aldraðra „Við erum svo heppin að vera samfélag með svipaða velmegun og hin Norðurlöndin en við erum yngri og getum því leyft okkur að skoða aðeins hvað gerðist þar og draga lærdóm frá því. Þegar það kemur að öldruninni þá fjölgaði okkar gríðarlega hratt á einni nóttu,“ segir hann og segir það frábrugðið miðað við önnur lönd þar sem fjölgun hefur átt sér stað jafnt og þétt. Hann segir þessa skyndilegu fjölgun hér á landi sem hófst á fimmta áratugnum á síðustu öld valda því að við erum í raun í fyrsta skipti í sögu landsins að eiga við öldrun og missa fólk af vinnumarkaðnum. „Að meðaltali erum við ekki nema 1,4 í íbúð þegar við erum eldri en 65 ára. 65 ára og eldri erum við núna 50 þúsund. Við erum að fara í 85 þúsund. Ef við horfum ára 55 og eldri eftir fimmtán ár þá erum við að tala um að við erum í kringum 125 þúsund.“ Byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu haldi ekki í við fjölgun Hann segir þetta hafa gífurleg áhrif og bendir á að það búi 2,5 að meðaltali í íbúð í dag en stefni á að lækka í tvo að meðaltali í íbúð á innan við fimmtán árum. Hann segir að fjöldi fólks yfir áttræðu muni tvöfaldast á næstu árum úr þrettán þúsund í þrjátíu þúsund. „Þetta er hópur sem á sitt húsnæði. Ef við spilum áfram, byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu er 1.600 íbúðir á ári og hefur verið síðustu tíu ár. Ef við horfum á næstu þrjú ár þá sýnist mér ekki betur en það að við verðum enn þar,“ segir hann og bætir við að allt stefni í samdrátt í íbúðabyggingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Lækkandi fæðingatíðni dregur dilk á eftir sér Hann segir það einnig hafa gífurleg áhrif að fjölskyldueiningin hér á landi sé að breytast í takt við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum með minnkandi fæðingartíðni. „Þegar ég eignaðist minn elsta strák árið 1999, þá voru um 40 prósent heimila á landinu með börn, í dag er það farið að nálgast 30 prósent eftir fimmtán ár þá erum við komin niður í 23 prósent heimila.“ Hann segir því augljóst að það stefni með hraðbyri í að fólki fækki í hverri íbúð vegna öldrunar þjóðarinnar og minnkandi fæðingartíðni og þar af leiðandi þurfi á fleiri íbúðum að halda á landsvísu. Hann segir ekki tekið tillit til þessa í öllum opinberum áætlunum um húsnæðismarkaðinn. Skammtímaleiga kunni að hafa neikvæð áhrif Hann segir skammtímaleigu einnig kunna hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og bendir á að því fleiri íbúðir sem eru í skammtímaleigu því færri íbúðir eru til taks fyrir íbúa. „Það vantar upplýsingar um það hvaða áhrif þetta hefur. Ég geri ráð fyrir í mínum útreikningum að það séu um fjögur þúsund í skammtímaleigu og í eigu félagasamtaka á landsbyggðinni,“ segir hann og bætir við að þetta valdi vanmati og hefur þau áhrif að íbúðaskuldin sé hærri um það sem þetta nemur. Húsnæðismál Sprengisandur Eldri borgarar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Þetta segir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags, um áhrif öldrunar þjóðarinnar á húsnæðismarkaðinn í Sprengisandi í morgun. Sigurður hefur vakið þó nokkra athygli undanfarið fyrir greinarskrif sín þar sem hann vinnur með opinber gögn og setur þau í nýtt samhengi og kemst að þeirri niðurstöðu að húsnæðisþörf sé stórlega vanmetin. Núverandi fyrirkomulag nægir ekki Hann segir að ef það er rýnt vel í gögn um húsnæðismarkaðinn sést bersýnilega að íbúðaskuld frá árinu 2011 sé orðin gríðarlega stór og heldur áfram að stækka. Að hans mati er öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið fyrir Íslendinga þegar það kemur að húsnæðismarkaðinum. Hann segir stjórnvöld ekki gera ráð fyrir þessu í áætlunum sínum. „Ef við skoðum bara að við myndum ekki breyta neinu. Við myndum ekki viðhalda mannfjöldanum og bara spila þessa mynd næstu árin þá eru þetta 25 þúsund íbúðir sem þarf. 1.600 íbúðir á ári ná varla að viðhalda þessu.“ Gífurleg fjölgun aldraðra „Við erum svo heppin að vera samfélag með svipaða velmegun og hin Norðurlöndin en við erum yngri og getum því leyft okkur að skoða aðeins hvað gerðist þar og draga lærdóm frá því. Þegar það kemur að öldruninni þá fjölgaði okkar gríðarlega hratt á einni nóttu,“ segir hann og segir það frábrugðið miðað við önnur lönd þar sem fjölgun hefur átt sér stað jafnt og þétt. Hann segir þessa skyndilegu fjölgun hér á landi sem hófst á fimmta áratugnum á síðustu öld valda því að við erum í raun í fyrsta skipti í sögu landsins að eiga við öldrun og missa fólk af vinnumarkaðnum. „Að meðaltali erum við ekki nema 1,4 í íbúð þegar við erum eldri en 65 ára. 65 ára og eldri erum við núna 50 þúsund. Við erum að fara í 85 þúsund. Ef við horfum ára 55 og eldri eftir fimmtán ár þá erum við að tala um að við erum í kringum 125 þúsund.“ Byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu haldi ekki í við fjölgun Hann segir þetta hafa gífurleg áhrif og bendir á að það búi 2,5 að meðaltali í íbúð í dag en stefni á að lækka í tvo að meðaltali í íbúð á innan við fimmtán árum. Hann segir að fjöldi fólks yfir áttræðu muni tvöfaldast á næstu árum úr þrettán þúsund í þrjátíu þúsund. „Þetta er hópur sem á sitt húsnæði. Ef við spilum áfram, byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu er 1.600 íbúðir á ári og hefur verið síðustu tíu ár. Ef við horfum á næstu þrjú ár þá sýnist mér ekki betur en það að við verðum enn þar,“ segir hann og bætir við að allt stefni í samdrátt í íbúðabyggingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Lækkandi fæðingatíðni dregur dilk á eftir sér Hann segir það einnig hafa gífurleg áhrif að fjölskyldueiningin hér á landi sé að breytast í takt við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum með minnkandi fæðingartíðni. „Þegar ég eignaðist minn elsta strák árið 1999, þá voru um 40 prósent heimila á landinu með börn, í dag er það farið að nálgast 30 prósent eftir fimmtán ár þá erum við komin niður í 23 prósent heimila.“ Hann segir því augljóst að það stefni með hraðbyri í að fólki fækki í hverri íbúð vegna öldrunar þjóðarinnar og minnkandi fæðingartíðni og þar af leiðandi þurfi á fleiri íbúðum að halda á landsvísu. Hann segir ekki tekið tillit til þessa í öllum opinberum áætlunum um húsnæðismarkaðinn. Skammtímaleiga kunni að hafa neikvæð áhrif Hann segir skammtímaleigu einnig kunna hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og bendir á að því fleiri íbúðir sem eru í skammtímaleigu því færri íbúðir eru til taks fyrir íbúa. „Það vantar upplýsingar um það hvaða áhrif þetta hefur. Ég geri ráð fyrir í mínum útreikningum að það séu um fjögur þúsund í skammtímaleigu og í eigu félagasamtaka á landsbyggðinni,“ segir hann og bætir við að þetta valdi vanmati og hefur þau áhrif að íbúðaskuldin sé hærri um það sem þetta nemur.
Húsnæðismál Sprengisandur Eldri borgarar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira