Innlent

Samhæfingarstöðin virkjuð, hraunkæling hafin og fundað klukkan 8

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hraunspýjur eru farnar að teygja sig yfir varnargarða. Þessi mynd er úr safni og sýnir hraun vella yfir 
Hraunspýjur eru farnar að teygja sig yfir varnargarða. Þessi mynd er úr safni og sýnir hraun vella yfir  Vísir/Vilhelm

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð í gærkvöldi og gripið til hraunkælingar á ný vegna hraunspýja sem voru farnar að vella yfir varnargarða við Svartsengi.

RÚV greindi frá þessu í nótt og ræddi meðal annars við Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptafulltrúa almannavarna, sem sagði menn freista þess að hægja á rennsli hraunsins. Unnið væri að því að meta aðstæður og finna lausnir á þeirri stöðu sem upp væri komin.

Hjördís sagði við RÚV um klukkan 1.30 í nótt að hraunkælingin hefði gengið ágætlega og betur en fyrr í vikunni. Kælingunni yrði haldið áfram í nótt og staðan metin að nýju nú í fyrramálið.

Vísir náði í Hjördísi í gegnum skilaboð fyrir stundu en þá sagðist hún engar nýjar upplýsingar hafa en fundað yrði klukan 8. 

Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík sagði í samtali við RÚV í nótt að um 35 manns væru starfandi á vettvangi. Vatnskæling væri notuð í bland við vinnuvélar. Mikið vatn þyrfti til að kæla hraun en það virkaði vel á litla tauma eins og nú væri við að etja.

Ekki hefur náðst í Einar í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×