Hjúkrunarfræðingur sem neitaði að fara í Covid-próf ekki fyrir Hæstarétt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 12:43 Mikið var um sýnatökur á tímum kórónuveirufaraldursins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál hjúkrunarfræðings sem höfðaði mál gegn heilbrigðisfyrirtæki sem sagði henni upp eftir að hún neitaði að fara í Covid-hraðpróf. Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur sýknuðu heilbrigðisfyrirtækið af kröfum konunnar sem krafðist þess að henni yrði greiddur uppsagnarfrestur og miskabætur, en hún vildi meina að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Landsréttur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á ráðningarsamningi með því að neita að taka prófið. Konan óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti. Hún sagði að málið hefði verulega þýðingu fyrir réttarstöðu launþega á vinnumarkaði. Þá sagði hún mikilvæga hagsmuni sína í húfi þar sem hún fékk ekki greidd laun í uppsagnarfresti. Hæstiréttur sagði hins vegar að málið hefði ekki verulegt almennt gildi né að um væri að ræða sérstaklega mikilvæga hagsmuni konunnar. Ekki heldur væri hægt að sjá að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni hennar um áfrýjun var því hafnað. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur sýknuðu heilbrigðisfyrirtækið af kröfum konunnar sem krafðist þess að henni yrði greiddur uppsagnarfrestur og miskabætur, en hún vildi meina að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Landsréttur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á ráðningarsamningi með því að neita að taka prófið. Konan óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir í Hæstarétti. Hún sagði að málið hefði verulega þýðingu fyrir réttarstöðu launþega á vinnumarkaði. Þá sagði hún mikilvæga hagsmuni sína í húfi þar sem hún fékk ekki greidd laun í uppsagnarfresti. Hæstiréttur sagði hins vegar að málið hefði ekki verulegt almennt gildi né að um væri að ræða sérstaklega mikilvæga hagsmuni konunnar. Ekki heldur væri hægt að sjá að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Beiðni hennar um áfrýjun var því hafnað.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira