Leggst yfir rannsókn lögreglu á banaslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 11:41 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og hennar fólk er með málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur tekið til skoðunar hvort rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á banaslysi við HS Orku árið 2017 hafi verið ófullnægjandi. Vinnueftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við aðbúnað á slysstað en þrátt fyrir það var rannsókn lögreglunnar hætt án skýringa og engin ákæra gefin út. RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu. Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu.
Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30
Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31