Forsætisráðherra vill skerða launahækkun æðstu embættismanna verulega Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2024 11:46 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi í dag sem mun draga verulega úr launahækkunum sem æðstu embættismenn hefðu að óbreytti fengið hinn 1. júlí næst komandi. Stöð 2/Einar Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna munu laun þessa hóps hækka mun minna um næstu mánaðamót en ella hefði orðið samkvæmt gildandi lögum. Forseti Alþingis segir að miðað hafi áfram í viðræðum þingflokksformanna í gærkvöldi um þingfrestun og vantrauststillaga á matvælaráðherra verði tekin fyrir á morgun. Þrjátíu og níu mál eru á dagskrá Alþingis í dag en þingfundur hófst á umræðum um störf þingsins klukkan ellefu í morgun. Fyrsta mál þar á eftir er frumvarp til breytinga á hafnarlögum, sem heimilar Hafnabótasjóði að fjármagna framkvæmdir ríkisins til 1. janúar á næsta ári, án þess að þær séu tilgreindar í gildandi samgönguáætlun. Þetta er talið nauðsynlegt til að framkvæmdir við hafnir á þessu ári stöðvist ekki þar sem búið er að seinka afgreiðslu samgönguáætlunar 2024 til 2038 til haustþings. Samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar hækka laun hans ekki um rúmar 222.000 krónur um næstu mánaðamót heldur um 66 þúsund krónur.Vísir/Vilhelm Síðar í dag kemur til umræðu frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna hækki minna en annars hefði orðið hinn 1. júlí, eða sömu krónutölu og var hámarks launahækkuns samkvæmt kjarasamningum á síðasta ári. Samkvæmt gildandi lögum um kjör æðstu embættismanna eiga laun þeirra að taka taka breytingum hinn 1. júlí ár hvert sem nema meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins árið á undan sem reiknað er af Hagstofu Íslands. Þessar launahækkanir ná til allra ráðherra og þingmanna, forseta Íslands, dómara og ráðuneytisstjóra. Málið er framarlega á dagskrá þingsins í dag og þarf að samþykkja afbrigði við þingsköp svo það megi koma til umræðu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis reiknar með að umræða um frumvarpið fari fram síðar í dag. Að óbreyttu hefðu laun æðstu embættismanna því átt að hækka um 8 prósent hinn 1. júlí. Þannig hefðu laun forsætisráðherra átt að hækka um rúm 220 þúsund krónur og annarra æðstu embættismanna um svipaða tölu. Með frumvarpi forsætisráðherra er hins vegar gert ráð fyrir að launahækkunin verði mun minni, eða 66 þúsund krónur á mánuði, líkt og var hámarkshækkun launa samkvæmt almennum kjarasamningum á síðasta ári. Enn ósamið um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun Forseti Alþingis segir mál hafa skýrst varðandi afgreiðslu mála fyrir þingfrestun á fundi þingflokksformanna í gærkvöldi. „Þó eiga að eiga sér stað frekari viðræður áður en hægt er að segja til um hvernig heildarramminn lítur út. Það verða örugglega samtöl áfram í dag sem bæði snúast um einstök mál og svo heildarrammann,“ segir forseti Alþingis. Hann vísi hins vegar á þingflokksformenn stjórnarflokkanna varðandi einstök mál en verið væri að tala um afgreiðslu á tugum stjórnarmála. Fjármálaáætlun komi til umræðu síðar í vikunni. Þá verði umræða og í framhaldinu atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu Miðflokksins á Bjakeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í fyrramálið. „Ég átti fund með þingflokksformönnum í gærkvöldi þar sem við fórum yfir tímasetningu og fyrirkomulag þeirrar umræðu. Mér sýnist að við eigum að getað byrjað hana um eða upp úr klukkan ellefu í fyrramálið. Þá væntanlega lokið þeirri afgreiðslu í hádeginu,” segir Birgir Ármannsson. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaraviðræður 2023-24 Forseti Íslands Dómstólar Kjaramál Tengdar fréttir „Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. 18. júní 2024 20:45 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09 Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þrjátíu og níu mál eru á dagskrá Alþingis í dag en þingfundur hófst á umræðum um störf þingsins klukkan ellefu í morgun. Fyrsta mál þar á eftir er frumvarp til breytinga á hafnarlögum, sem heimilar Hafnabótasjóði að fjármagna framkvæmdir ríkisins til 1. janúar á næsta ári, án þess að þær séu tilgreindar í gildandi samgönguáætlun. Þetta er talið nauðsynlegt til að framkvæmdir við hafnir á þessu ári stöðvist ekki þar sem búið er að seinka afgreiðslu samgönguáætlunar 2024 til 2038 til haustþings. Samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar hækka laun hans ekki um rúmar 222.000 krónur um næstu mánaðamót heldur um 66 þúsund krónur.Vísir/Vilhelm Síðar í dag kemur til umræðu frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna hækki minna en annars hefði orðið hinn 1. júlí, eða sömu krónutölu og var hámarks launahækkuns samkvæmt kjarasamningum á síðasta ári. Samkvæmt gildandi lögum um kjör æðstu embættismanna eiga laun þeirra að taka taka breytingum hinn 1. júlí ár hvert sem nema meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins árið á undan sem reiknað er af Hagstofu Íslands. Þessar launahækkanir ná til allra ráðherra og þingmanna, forseta Íslands, dómara og ráðuneytisstjóra. Málið er framarlega á dagskrá þingsins í dag og þarf að samþykkja afbrigði við þingsköp svo það megi koma til umræðu. Birgir Ármannsson forseti Alþingis reiknar með að umræða um frumvarpið fari fram síðar í dag. Að óbreyttu hefðu laun æðstu embættismanna því átt að hækka um 8 prósent hinn 1. júlí. Þannig hefðu laun forsætisráðherra átt að hækka um rúm 220 þúsund krónur og annarra æðstu embættismanna um svipaða tölu. Með frumvarpi forsætisráðherra er hins vegar gert ráð fyrir að launahækkunin verði mun minni, eða 66 þúsund krónur á mánuði, líkt og var hámarkshækkun launa samkvæmt almennum kjarasamningum á síðasta ári. Enn ósamið um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun Forseti Alþingis segir mál hafa skýrst varðandi afgreiðslu mála fyrir þingfrestun á fundi þingflokksformanna í gærkvöldi. „Þó eiga að eiga sér stað frekari viðræður áður en hægt er að segja til um hvernig heildarramminn lítur út. Það verða örugglega samtöl áfram í dag sem bæði snúast um einstök mál og svo heildarrammann,“ segir forseti Alþingis. Hann vísi hins vegar á þingflokksformenn stjórnarflokkanna varðandi einstök mál en verið væri að tala um afgreiðslu á tugum stjórnarmála. Fjármálaáætlun komi til umræðu síðar í vikunni. Þá verði umræða og í framhaldinu atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu Miðflokksins á Bjakeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í fyrramálið. „Ég átti fund með þingflokksformönnum í gærkvöldi þar sem við fórum yfir tímasetningu og fyrirkomulag þeirrar umræðu. Mér sýnist að við eigum að getað byrjað hana um eða upp úr klukkan ellefu í fyrramálið. Þá væntanlega lokið þeirri afgreiðslu í hádeginu,” segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaraviðræður 2023-24 Forseti Íslands Dómstólar Kjaramál Tengdar fréttir „Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. 18. júní 2024 20:45 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09 Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. 18. júní 2024 20:45
Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53
Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09
Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43