Lífið

Tví­burarnir komnir með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Doctor Victor hefur farið með himinskautum sem plötusnúður undanfarin ár, komið að gerð ýmissa skemmtilegra hittara.
Doctor Victor hefur farið með himinskautum sem plötusnúður undanfarin ár, komið að gerð ýmissa skemmtilegra hittara. Skjáskot/Doctor Victor

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor  greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni.

„Introducing: Máni & Stormur Victorsson,“ skrifar Doctor Victor, eins og hann kallar sig í tónlistarheiminum, við færsluna á Instagram. Þar má sjá nýbakaðan föður með synina í fanginu. Fyrir eiga þau Victor og Dagbjört soninn Frosta sem er tveggja ára.

Dagbjört og Victor kynntust á þriðja ári í læknisfræði í sameiginlegri skíðaferð íslenskra læknanema. Dagbjört lærði í Ungverjalandi en Victor í Slóvakíu.

Doctor Victor hefur farið með himinskautum sem plötusnúður undanfarin ár, komið að gerð ýmissa skemmtilegra hittara. Hann tróð upp með Kristmundi Axel í Iðnó í apríl svo athygli vakti og var sagður hafa kveikt í kofanum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×