Innlent

Rífa í­þrótta­húsið

Árni Sæberg skrifar
Hér verður sennilega ekki leikinn fótbolti á ný.
Hér verður sennilega ekki leikinn fótbolti á ný. Kristinn Magnússon

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúningsvinnu við niðurrif á Hópinu, fjölnotaíþróttahúsi Grindvíkinga.

Íþróttahúsið Hópið í Grindavík var meðal þess sem fór einna verst út úr jarðhræringunum í bænum. Þann 6. febrúar uppgötvaðist risavaxin sprunga undir gervigrasi íþróttahússins. Þá hafði legið fyrir í nokkurn tíma að húsið væri stórskemmt.

Nú hefur bæjarstjórn Grindavíkur ákveðið að hefja undirbúningsvinnu við niðurrif á íþróttahúsinu. Það var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í Tollhúsinu í Reykjavík þann 11.  júní.

Unnið að því að kanna sprunguna þann 6. febrúar.Kristinn MagnússonFleiri fréttir

Sjá meira


×