Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2024 19:46 Sá þýski var heppinn að löppin fór ekki í tvennt. Clive Mason/Getty Images Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira