Innlent

Vitni segir bílinn hafa ekið hratt fram úr sér skömmu fyrir slysið

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Vísir

Bíl var ekið á staur á Hafnarfjarðarvegi í Garðarbæ skömmu fyrir fimm í dag. Einn var í bílnum og engin slys urðu á fólki.

Frá þessu greinir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Hann segir að vitni hafi talað um að bíllinn sem lenti í slysinu hafi ekið fram úr sér á talsverðum hraða.

Þá er grunur um ölvunarakstur, en Skúli tekur fram að það sé einungis grunur á þessu stigi málsins.

Slysið átti sér stað á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ.VísirFleiri fréttir

Sjá meira


×