Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 13:31 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Vísir/Einar Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur. Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira