Óttast um öryggi barna á leiðinni á golfvöllinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 21:00 Sigurjón Friðbjörn Björnsson býr í Kinnagötu í Urriðaholti í Garðabæ og stunda börn hans golf hjá Golfklúbbnum Oddi. Hann segist óttast um öryggi þeirra á leiðinni. Vísir/Arnar Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst. Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“ Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“
Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira