Óttast um öryggi barna á leiðinni á golfvöllinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 21:00 Sigurjón Friðbjörn Björnsson býr í Kinnagötu í Urriðaholti í Garðabæ og stunda börn hans golf hjá Golfklúbbnum Oddi. Hann segist óttast um öryggi þeirra á leiðinni. Vísir/Arnar Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst. Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“ Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Víða streyma börn nú á sumarnámskeið. Í Urriðaholtinu í Garðabæ fara mörg barnanna daglega á golfnámskeiði hjá Golfklúbbnum Oddi. Á milli íbúðarhúsanna í hverfinu og golfklúbbsins liggur Flóttamannaleið eða Elliðavatnsvegur sem börnin þurfa að ganga yfir til að komast á golfvöllinn. Umferð um veginn er mikil og hvorki undirgöng né gangbraut. Þetta veldur íbúum miklum áhyggjum. Sigurjón Friðbjörn Björnsson er einn þeirra sem hefur áhyggjur af öryggi barna sinna. „Ég allavega get ekki með góðri samvisku sent börnin mín hérna ein yfir þó þau séu orðin stálpuð.“ Hann segir marga ökumenn vera á níutíu kílómetra hraða þegar þeir aka þarna um. „Það er held ég mjög algengt að það séu slys hérna. Þessi vegur er erfiður og hann er orðinn illa farinn á mörgum stöðum en það virðist samt ekki draga úr hraðanum hjá ökumönnum.“ Íbúar hafa margir haft samband við bæjaryfirvöld og óskað eftir úrbótum. Í dag voru sett upp sérstök skilti til að minna á börn séu þarna ferð. Þá var hámarkshraði lækkaður úr fimmtíu og þrjátíu á ákveðnu svæði. Sigurjón vill að gengið verði lengra. „Við viljum bara sjá helst undirgöng hérna. Okkur myndi finnast það kannski öruggast og kannski eðlilegast. Ekki bara fyrir börnin heldur líka fyrir golfara sem eru að labba hérna yfir með golfsettin sín og svoleiðis. Ef að það er örugglega langt í það þá er hægt að setja svona kubbahindranir hérna sem að við þekkjum rosalega vel úr hverfinu hérna. Það er ekki flókið að setja niður einhverjar kubbahraðahindranir sem að þú getur síðan tekið upp þegar varanleg lausn er komin. Mér sýnist þeir strax vera búnir að svara einhverju kalli hérna. Þannig að betur má ef duga skal.“
Garðabær Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira