Umræða sem eigi ekki við rök að styðjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 20:02 Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix. Aðsend/Vilhelm „Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar þetta er svona nýtt verkefni. Það hafa verið mjög aðgengilegar upplýsingar að verkefninu. Síðan fer vissulega alltaf af stað umræður sem eiga ekki við rök að styðjast og það er bara eðlilegt. Þá bendir maður bara fólki á að kynna sér málið betur.“ Þetta segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix, í samtali við Vísi inntur eftir viðbrögðum við áhyggjum íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, steinsnar frá Völlunum. 1.700 meðlimir nú í hópnum Eins og greint hefur verið frá var stofnaður mótmælahópur á Facebook fyrir fjórum dögum sem telur nú um 1.700 meðlimi. Í hópnum er krafist þess að fallið verði frá fyrirhuguðum framkvæmdum en tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan Straumsvíkur til að dæla koldíoxíð niður í bergið. „Mér heyrist umræðan snúast um nálægð borteiganna við íbúðabyggð. Borteigurinn sem á að vera næst íbúðabyggð er ekki áætlaður fyrr en í fjórða fasa verkefnisins. Carbfix hefur áður sagt að mögulega verða ekki allir þessir borteigar þegar upp er staðið, því mögulega verður nýtingin á hverjum borteig meiri en menn búast við og þá er ekki þörf á öllum borteigunum,“ segir Valdimar. Sjálfsagt að skoða kosningu um málið Spurður hvort það komi til greina að kjósa um verkefnið eða falla frá því eins og meðlimir mótmælahópsins hafa kallað eftir segir Valdimar að það sé sjálfsagt að skoða kosningu ef íbúar óska eftir því. „Ef það kemur í ljós að þetta gengur ekki upp ef fjármögnun gengur ekki upp og ef að það verður ekki af þessu og svo framvegis. Við eru með allar vörður til að tryggja að bærinn sé með sem minnsta áhættu þegar við förum af stað með verkefnið. Bæjarstjórn telur að það geti orið mikill ávinningur fyrir bæinn af verkefninu en við viljum tryggja að það sé ekki farið af stað í eitthvað risa verkefni sem verður ekki af og bærinn búinn að skuldsetja sig.“ Kostnaðurinn muni ekki leggjast á íbúa Meðlimir mótmælahópsins hafa jafnframt gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær muni stækka höfnina við Straumsvík til að taka á móti tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Í hópnum er því haldið fram að stækkunin kosti um níu til fimmtán milljarða og að kostnaðurinn muni leggjast á íbúa í formi útsvars. Spurður hvort að þetta sé satt svarar Valdimar því neitandi og segir þetta dæmi um rangfærslu varðandi málið. „Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar er í kringum níu til tíu milljarðar. Það er alveg ljóst að Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða ýmsar leiðir til fjármögnunar því það er ekki þannig að bæjarfélagið sé að fara skuldsetja sig fyrir svona áhættusamt verkefni,“ segir Valdimar. Tekjumöguleikar fyrir bæjarfélagið Hann segir samtal sem varðar fjármögnun hafnarstækkunarinnar sé nú að hefjast og að það sé verið að ganga frá lausum endum varðandi verkefnið. Hann ítrekar einnig að aðeins sé búið að skrifa undir viljayfirlýsingu varðandi samstarfið og að allt sé því enn á byrjunarreiti. Spurður hvort að hafnarstækkunin verði eingöngu nýtt til að taka á móti tankskipum sem flytja koldíoxíð segir hann fyrsta fasa stækkunarinnar vera einungis til þess. „Þegar það er talað um fimmtán milljarða þá er talað um áfanga tvö og áfanga þrjú sem er sem sagt hafnarbakki tvö og þrjú og það eru hafnarbakkar sem að Hafnarfjarðarbær getur nýtt og fleiri aðilar en Carbdix,“ segir hann og bendir á að þetta bjóði upp á tekjumöguleika út frá hafnargjöldum. Þrír kynningarfundir og fjórði væntanlegur Spurður hvort að Hafnarfjarðarbær hefði getað staðið betur að upplýsingagjöf og samráði til að sefa áhyggjur bæjarbúa bendir Valdimar á að það sé búið að halda þrjá kynningarfundi fyrir íbúa vegna málsins. „Þar var farið vel yfir meðal annars staðsetningu borteiga og í hverju þetta felst og fjármögnun og síðan er annar fundur á dagskrá 20. júní þar sem farið verður yfir umhverfismat sem snýr að hafnargerðinni.“ Jafnframt bendir Valdimar á að aðgengilegar og skýrar upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á vefsíðu Carbfix. Valdimar ítrekar þó að áhyggjur íbúa séu eðlilegar en að það væri gott ef fólk myndi kynna sér verkfenið til hlítar. Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þetta segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix, í samtali við Vísi inntur eftir viðbrögðum við áhyggjum íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, steinsnar frá Völlunum. 1.700 meðlimir nú í hópnum Eins og greint hefur verið frá var stofnaður mótmælahópur á Facebook fyrir fjórum dögum sem telur nú um 1.700 meðlimi. Í hópnum er krafist þess að fallið verði frá fyrirhuguðum framkvæmdum en tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan Straumsvíkur til að dæla koldíoxíð niður í bergið. „Mér heyrist umræðan snúast um nálægð borteiganna við íbúðabyggð. Borteigurinn sem á að vera næst íbúðabyggð er ekki áætlaður fyrr en í fjórða fasa verkefnisins. Carbfix hefur áður sagt að mögulega verða ekki allir þessir borteigar þegar upp er staðið, því mögulega verður nýtingin á hverjum borteig meiri en menn búast við og þá er ekki þörf á öllum borteigunum,“ segir Valdimar. Sjálfsagt að skoða kosningu um málið Spurður hvort það komi til greina að kjósa um verkefnið eða falla frá því eins og meðlimir mótmælahópsins hafa kallað eftir segir Valdimar að það sé sjálfsagt að skoða kosningu ef íbúar óska eftir því. „Ef það kemur í ljós að þetta gengur ekki upp ef fjármögnun gengur ekki upp og ef að það verður ekki af þessu og svo framvegis. Við eru með allar vörður til að tryggja að bærinn sé með sem minnsta áhættu þegar við förum af stað með verkefnið. Bæjarstjórn telur að það geti orið mikill ávinningur fyrir bæinn af verkefninu en við viljum tryggja að það sé ekki farið af stað í eitthvað risa verkefni sem verður ekki af og bærinn búinn að skuldsetja sig.“ Kostnaðurinn muni ekki leggjast á íbúa Meðlimir mótmælahópsins hafa jafnframt gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær muni stækka höfnina við Straumsvík til að taka á móti tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Í hópnum er því haldið fram að stækkunin kosti um níu til fimmtán milljarða og að kostnaðurinn muni leggjast á íbúa í formi útsvars. Spurður hvort að þetta sé satt svarar Valdimar því neitandi og segir þetta dæmi um rangfærslu varðandi málið. „Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar er í kringum níu til tíu milljarðar. Það er alveg ljóst að Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða ýmsar leiðir til fjármögnunar því það er ekki þannig að bæjarfélagið sé að fara skuldsetja sig fyrir svona áhættusamt verkefni,“ segir Valdimar. Tekjumöguleikar fyrir bæjarfélagið Hann segir samtal sem varðar fjármögnun hafnarstækkunarinnar sé nú að hefjast og að það sé verið að ganga frá lausum endum varðandi verkefnið. Hann ítrekar einnig að aðeins sé búið að skrifa undir viljayfirlýsingu varðandi samstarfið og að allt sé því enn á byrjunarreiti. Spurður hvort að hafnarstækkunin verði eingöngu nýtt til að taka á móti tankskipum sem flytja koldíoxíð segir hann fyrsta fasa stækkunarinnar vera einungis til þess. „Þegar það er talað um fimmtán milljarða þá er talað um áfanga tvö og áfanga þrjú sem er sem sagt hafnarbakki tvö og þrjú og það eru hafnarbakkar sem að Hafnarfjarðarbær getur nýtt og fleiri aðilar en Carbdix,“ segir hann og bendir á að þetta bjóði upp á tekjumöguleika út frá hafnargjöldum. Þrír kynningarfundir og fjórði væntanlegur Spurður hvort að Hafnarfjarðarbær hefði getað staðið betur að upplýsingagjöf og samráði til að sefa áhyggjur bæjarbúa bendir Valdimar á að það sé búið að halda þrjá kynningarfundi fyrir íbúa vegna málsins. „Þar var farið vel yfir meðal annars staðsetningu borteiga og í hverju þetta felst og fjármögnun og síðan er annar fundur á dagskrá 20. júní þar sem farið verður yfir umhverfismat sem snýr að hafnargerðinni.“ Jafnframt bendir Valdimar á að aðgengilegar og skýrar upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á vefsíðu Carbfix. Valdimar ítrekar þó að áhyggjur íbúa séu eðlilegar en að það væri gott ef fólk myndi kynna sér verkfenið til hlítar.
Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira