Umræða sem eigi ekki við rök að styðjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 20:02 Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix. Aðsend/Vilhelm „Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar þetta er svona nýtt verkefni. Það hafa verið mjög aðgengilegar upplýsingar að verkefninu. Síðan fer vissulega alltaf af stað umræður sem eiga ekki við rök að styðjast og það er bara eðlilegt. Þá bendir maður bara fólki á að kynna sér málið betur.“ Þetta segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix, í samtali við Vísi inntur eftir viðbrögðum við áhyggjum íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, steinsnar frá Völlunum. 1.700 meðlimir nú í hópnum Eins og greint hefur verið frá var stofnaður mótmælahópur á Facebook fyrir fjórum dögum sem telur nú um 1.700 meðlimi. Í hópnum er krafist þess að fallið verði frá fyrirhuguðum framkvæmdum en tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan Straumsvíkur til að dæla koldíoxíð niður í bergið. „Mér heyrist umræðan snúast um nálægð borteiganna við íbúðabyggð. Borteigurinn sem á að vera næst íbúðabyggð er ekki áætlaður fyrr en í fjórða fasa verkefnisins. Carbfix hefur áður sagt að mögulega verða ekki allir þessir borteigar þegar upp er staðið, því mögulega verður nýtingin á hverjum borteig meiri en menn búast við og þá er ekki þörf á öllum borteigunum,“ segir Valdimar. Sjálfsagt að skoða kosningu um málið Spurður hvort það komi til greina að kjósa um verkefnið eða falla frá því eins og meðlimir mótmælahópsins hafa kallað eftir segir Valdimar að það sé sjálfsagt að skoða kosningu ef íbúar óska eftir því. „Ef það kemur í ljós að þetta gengur ekki upp ef fjármögnun gengur ekki upp og ef að það verður ekki af þessu og svo framvegis. Við eru með allar vörður til að tryggja að bærinn sé með sem minnsta áhættu þegar við förum af stað með verkefnið. Bæjarstjórn telur að það geti orið mikill ávinningur fyrir bæinn af verkefninu en við viljum tryggja að það sé ekki farið af stað í eitthvað risa verkefni sem verður ekki af og bærinn búinn að skuldsetja sig.“ Kostnaðurinn muni ekki leggjast á íbúa Meðlimir mótmælahópsins hafa jafnframt gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær muni stækka höfnina við Straumsvík til að taka á móti tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Í hópnum er því haldið fram að stækkunin kosti um níu til fimmtán milljarða og að kostnaðurinn muni leggjast á íbúa í formi útsvars. Spurður hvort að þetta sé satt svarar Valdimar því neitandi og segir þetta dæmi um rangfærslu varðandi málið. „Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar er í kringum níu til tíu milljarðar. Það er alveg ljóst að Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða ýmsar leiðir til fjármögnunar því það er ekki þannig að bæjarfélagið sé að fara skuldsetja sig fyrir svona áhættusamt verkefni,“ segir Valdimar. Tekjumöguleikar fyrir bæjarfélagið Hann segir samtal sem varðar fjármögnun hafnarstækkunarinnar sé nú að hefjast og að það sé verið að ganga frá lausum endum varðandi verkefnið. Hann ítrekar einnig að aðeins sé búið að skrifa undir viljayfirlýsingu varðandi samstarfið og að allt sé því enn á byrjunarreiti. Spurður hvort að hafnarstækkunin verði eingöngu nýtt til að taka á móti tankskipum sem flytja koldíoxíð segir hann fyrsta fasa stækkunarinnar vera einungis til þess. „Þegar það er talað um fimmtán milljarða þá er talað um áfanga tvö og áfanga þrjú sem er sem sagt hafnarbakki tvö og þrjú og það eru hafnarbakkar sem að Hafnarfjarðarbær getur nýtt og fleiri aðilar en Carbdix,“ segir hann og bendir á að þetta bjóði upp á tekjumöguleika út frá hafnargjöldum. Þrír kynningarfundir og fjórði væntanlegur Spurður hvort að Hafnarfjarðarbær hefði getað staðið betur að upplýsingagjöf og samráði til að sefa áhyggjur bæjarbúa bendir Valdimar á að það sé búið að halda þrjá kynningarfundi fyrir íbúa vegna málsins. „Þar var farið vel yfir meðal annars staðsetningu borteiga og í hverju þetta felst og fjármögnun og síðan er annar fundur á dagskrá 20. júní þar sem farið verður yfir umhverfismat sem snýr að hafnargerðinni.“ Jafnframt bendir Valdimar á að aðgengilegar og skýrar upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á vefsíðu Carbfix. Valdimar ítrekar þó að áhyggjur íbúa séu eðlilegar en að það væri gott ef fólk myndi kynna sér verkfenið til hlítar. Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og formaður starfshóps bæjarins um Carbfix, í samtali við Vísi inntur eftir viðbrögðum við áhyggjum íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, steinsnar frá Völlunum. 1.700 meðlimir nú í hópnum Eins og greint hefur verið frá var stofnaður mótmælahópur á Facebook fyrir fjórum dögum sem telur nú um 1.700 meðlimi. Í hópnum er krafist þess að fallið verði frá fyrirhuguðum framkvæmdum en tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan Straumsvíkur til að dæla koldíoxíð niður í bergið. „Mér heyrist umræðan snúast um nálægð borteiganna við íbúðabyggð. Borteigurinn sem á að vera næst íbúðabyggð er ekki áætlaður fyrr en í fjórða fasa verkefnisins. Carbfix hefur áður sagt að mögulega verða ekki allir þessir borteigar þegar upp er staðið, því mögulega verður nýtingin á hverjum borteig meiri en menn búast við og þá er ekki þörf á öllum borteigunum,“ segir Valdimar. Sjálfsagt að skoða kosningu um málið Spurður hvort það komi til greina að kjósa um verkefnið eða falla frá því eins og meðlimir mótmælahópsins hafa kallað eftir segir Valdimar að það sé sjálfsagt að skoða kosningu ef íbúar óska eftir því. „Ef það kemur í ljós að þetta gengur ekki upp ef fjármögnun gengur ekki upp og ef að það verður ekki af þessu og svo framvegis. Við eru með allar vörður til að tryggja að bærinn sé með sem minnsta áhættu þegar við förum af stað með verkefnið. Bæjarstjórn telur að það geti orið mikill ávinningur fyrir bæinn af verkefninu en við viljum tryggja að það sé ekki farið af stað í eitthvað risa verkefni sem verður ekki af og bærinn búinn að skuldsetja sig.“ Kostnaðurinn muni ekki leggjast á íbúa Meðlimir mótmælahópsins hafa jafnframt gagnrýnt að Hafnarfjarðarbær muni stækka höfnina við Straumsvík til að taka á móti tankskipum sem munu flytja koldíoxíð til landsins. Í hópnum er því haldið fram að stækkunin kosti um níu til fimmtán milljarða og að kostnaðurinn muni leggjast á íbúa í formi útsvars. Spurður hvort að þetta sé satt svarar Valdimar því neitandi og segir þetta dæmi um rangfærslu varðandi málið. „Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hafnarinnar er í kringum níu til tíu milljarðar. Það er alveg ljóst að Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða ýmsar leiðir til fjármögnunar því það er ekki þannig að bæjarfélagið sé að fara skuldsetja sig fyrir svona áhættusamt verkefni,“ segir Valdimar. Tekjumöguleikar fyrir bæjarfélagið Hann segir samtal sem varðar fjármögnun hafnarstækkunarinnar sé nú að hefjast og að það sé verið að ganga frá lausum endum varðandi verkefnið. Hann ítrekar einnig að aðeins sé búið að skrifa undir viljayfirlýsingu varðandi samstarfið og að allt sé því enn á byrjunarreiti. Spurður hvort að hafnarstækkunin verði eingöngu nýtt til að taka á móti tankskipum sem flytja koldíoxíð segir hann fyrsta fasa stækkunarinnar vera einungis til þess. „Þegar það er talað um fimmtán milljarða þá er talað um áfanga tvö og áfanga þrjú sem er sem sagt hafnarbakki tvö og þrjú og það eru hafnarbakkar sem að Hafnarfjarðarbær getur nýtt og fleiri aðilar en Carbdix,“ segir hann og bendir á að þetta bjóði upp á tekjumöguleika út frá hafnargjöldum. Þrír kynningarfundir og fjórði væntanlegur Spurður hvort að Hafnarfjarðarbær hefði getað staðið betur að upplýsingagjöf og samráði til að sefa áhyggjur bæjarbúa bendir Valdimar á að það sé búið að halda þrjá kynningarfundi fyrir íbúa vegna málsins. „Þar var farið vel yfir meðal annars staðsetningu borteiga og í hverju þetta felst og fjármögnun og síðan er annar fundur á dagskrá 20. júní þar sem farið verður yfir umhverfismat sem snýr að hafnargerðinni.“ Jafnframt bendir Valdimar á að aðgengilegar og skýrar upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á vefsíðu Carbfix. Valdimar ítrekar þó að áhyggjur íbúa séu eðlilegar en að það væri gott ef fólk myndi kynna sér verkfenið til hlítar.
Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira