Ellý Katrín hefur kvatt þennan heim Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 15:19 Ellý Katrín ásamt Magnúsi Karli eiginmanni sínum. vísir/egill Ellý Katrín Guðmundsdóttir, lögfræðingur, fyrrverandi borgarritari og sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, er látin. Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Svo eitthvað sé nefnt. Ellý hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý Katrín var fædd 1964 er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í umhverfis- og alþjóðarétti frá lagadeild háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún var lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC áður en hún kom til starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem hún stýrði fyrst umhverfis- og samgöngumálum. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni sem greinir frá fráfalli hennar á Facebook-síðu sinni og gerir það á afar hjartnæman hátt. „Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir.“ Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins aðeins 51 árs en ákvað þá þegar að ræða um sjúkdóminn, að hann lægi ekki í þagnargildi. Magnús og Ellý hafa verið einstaklega opinská varðandi veikindin þannig að aðdáunarvert má heita. Magnús segir að kveðjustundin hafi verið jafn falleg og allt hennar líf. „Allir hennar nánustu kvöddu hana, þar á meðal Pétur bróðir hennar sem kom í gær frá Bandaríkjunum og litli Almar Elí, tveggja vikna ömmu- og afabarnið okkar sem fékk að hvíla í fangi hennar.“ Þá greinir Magnús frá því að Ellý hafi talað um Alzheimer, hún hafi haldið áfram að lifa með sjúkdóminn og með gleði í hjarta. Og Magnús brýnir mikilvægi meðvitundar og opinskárrar umræðu um þennan sjúkdóm sem virðist vera hafa verið að færast í aukana hvort það tengist því að þjóðin hafi verið að eldast og/eða hvort aðrir hlutir komi þar til. „Við megum aldrei gleyma að þeir sem fá slíkt í fangið eiga skilið stuðning og ást okkar allra. Það skynjuðum við fjölskyldan frá fjölskyldu og vinum en einnig frá fjölmörgu samferðafólki sem við þekkjum ekki. Fyrir það þakka ég ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum.“ Ellý lætur eftir sig auk eiginmanns tvö börn. Þau eru Ingibjörg (doktorsnemi við HÍ) en sambýliskona er Beatrice Eriksson (félagsráðgjafi) og eiga þær 2 vikna son, Almar Elí og Guðmundur sem er fatahönnuður. Andlát Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Ellý hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý Katrín var fædd 1964 er lögfræðingur að mennt, með meistarapróf í umhverfis- og alþjóðarétti frá lagadeild háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún var lögfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington DC áður en hún kom til starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem hún stýrði fyrst umhverfis- og samgöngumálum. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni sem greinir frá fráfalli hennar á Facebook-síðu sinni og gerir það á afar hjartnæman hátt. „Hún Ellý mín hefur kvatt þennan heim. Hún var einstök. Hennar fallegu eiginleikar lýstu í gegnum bæði skin og skúri í lífinu. Fyrir átta árum mætti óvæntur gestur inn í líf okkar, erfiður sjúkdómur. Ellý tók þeirri heimsókn af ótrúlegu æðruleysi og reisn. Við fjölskyldan höfum lært svo margt af Ellý okkar, enda var hún sönn fyrirmynd í öllu. Mín mesta huggun er að horfa á hæfileika hennar, persónu og útlit lifa áfram í börnunum. Þau eru einstök og hafa stutt mig í gegnum allt eins og fjölmargir ættingjar og vinir.“ Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins aðeins 51 árs en ákvað þá þegar að ræða um sjúkdóminn, að hann lægi ekki í þagnargildi. Magnús og Ellý hafa verið einstaklega opinská varðandi veikindin þannig að aðdáunarvert má heita. Magnús segir að kveðjustundin hafi verið jafn falleg og allt hennar líf. „Allir hennar nánustu kvöddu hana, þar á meðal Pétur bróðir hennar sem kom í gær frá Bandaríkjunum og litli Almar Elí, tveggja vikna ömmu- og afabarnið okkar sem fékk að hvíla í fangi hennar.“ Þá greinir Magnús frá því að Ellý hafi talað um Alzheimer, hún hafi haldið áfram að lifa með sjúkdóminn og með gleði í hjarta. Og Magnús brýnir mikilvægi meðvitundar og opinskárrar umræðu um þennan sjúkdóm sem virðist vera hafa verið að færast í aukana hvort það tengist því að þjóðin hafi verið að eldast og/eða hvort aðrir hlutir komi þar til. „Við megum aldrei gleyma að þeir sem fá slíkt í fangið eiga skilið stuðning og ást okkar allra. Það skynjuðum við fjölskyldan frá fjölskyldu og vinum en einnig frá fjölmörgu samferðafólki sem við þekkjum ekki. Fyrir það þakka ég ykkur öllum frá dýpstu hjartarótum.“ Ellý lætur eftir sig auk eiginmanns tvö börn. Þau eru Ingibjörg (doktorsnemi við HÍ) en sambýliskona er Beatrice Eriksson (félagsráðgjafi) og eiga þær 2 vikna son, Almar Elí og Guðmundur sem er fatahönnuður.
Andlát Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira