Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Hvernig bregst maður við þegar makinn greinist með Alzheimer aðeins um fimmtug að aldri? Fyrir tæpum sex árum stóð Magnús Karl Magnússon læknir í þeirri stöðu að eiginkona hans lögmaðurinn Ellý Katrín Guðmundsdóttir fékk greiningu. Farið var yfir söguna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
„Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira