Um tólf vopnuð útköll lögreglu og sérsveitar í hverri viku Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 22:23 Sérsveitin ber alltaf vopn en ekki almenn lögregla. Vísir/Vilhelm Alls fór lögreglan á Íslandi í 180 útköll á síðasta ári þar sem hún þurfti að vopnast. Flest voru útköllin á höfuðborgarsvæðinu, eða alls 97. Sérsveitin fór í alls 461 vopnuð útköll á síðasta ári. Samanlagt eru það 558 útköll eða um 12 útköll á viku. Um helmingur allra vopnaðra útkalla almennrar lögreglu voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflest voru þau svo á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra þar sem þau voru í heildina 48, 24 í hvoru umdæmi. Lögreglan fór þannig í um þrjú útköll á viku þar sem almenn lögregla þurfti að vopnast. Fæst vopnuð útköll voru í Vestmannaeyjum og Norðurlandi vestra þar sem aðeins var um að ræða eitt vopnað útkall í fyrra. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svari dómsmálaráðherra er birt tölfræði um vopnuð útköll almennrar lögreglu allt til ársins 2016 og má sjá að þeim hefur fjölgað í flestum embættum eða staðið í stað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þeim fjölgað úr alls fjórtán árið 2016 í 97 í fyrra. Á Suðurnesjum fækkaði þeim verulega en byrjaði svo að fjölga aftur í fyrra. Á Norðurlandi eystra fjölgaði þeim verulega en þar höfðu þau ekki verið fleiri en tíu öll árin en urðu svo 24 í fyrra. Á Suðurlandi voru þau alls 15 í fyrra en hafa þó aldrei verið svo mörg þar. Mest hafa þau verið tíu árið 2021. Á Austurlandi voru þau svo átta í fyrra en voru flest þrjú árið 2021. Á Vestfjörðum voru þau alls fimm en voru fyrir það mest tvö. Í svari dómsmálaráðherra er líka farið yfir fjölda vopnaðra útkalla sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þeim hefur einnig fjölgað verulega. Í fyrra voru þau alls 461 en voru 50 árið 2013. Það eru um átta útköll á viku. Lögreglan Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Um helmingur allra vopnaðra útkalla almennrar lögreglu voru á höfuðborgarsvæðinu. Næstflest voru þau svo á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra þar sem þau voru í heildina 48, 24 í hvoru umdæmi. Lögreglan fór þannig í um þrjú útköll á viku þar sem almenn lögregla þurfti að vopnast. Fæst vopnuð útköll voru í Vestmannaeyjum og Norðurlandi vestra þar sem aðeins var um að ræða eitt vopnað útkall í fyrra. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í svari dómsmálaráðherra er birt tölfræði um vopnuð útköll almennrar lögreglu allt til ársins 2016 og má sjá að þeim hefur fjölgað í flestum embættum eða staðið í stað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þeim fjölgað úr alls fjórtán árið 2016 í 97 í fyrra. Á Suðurnesjum fækkaði þeim verulega en byrjaði svo að fjölga aftur í fyrra. Á Norðurlandi eystra fjölgaði þeim verulega en þar höfðu þau ekki verið fleiri en tíu öll árin en urðu svo 24 í fyrra. Á Suðurlandi voru þau alls 15 í fyrra en hafa þó aldrei verið svo mörg þar. Mest hafa þau verið tíu árið 2021. Á Austurlandi voru þau svo átta í fyrra en voru flest þrjú árið 2021. Á Vestfjörðum voru þau alls fimm en voru fyrir það mest tvö. Í svari dómsmálaráðherra er líka farið yfir fjölda vopnaðra útkalla sérsveitar ríkislögreglustjóra. Þeim hefur einnig fjölgað verulega. Í fyrra voru þau alls 461 en voru 50 árið 2013. Það eru um átta útköll á viku.
Lögreglan Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira