Messi ætlar að enda ferilinn í Miami Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Lionel Messi ætlar sér að öllum líkindum að enda ferilinn hjá Inter Miami. Megan Briggs/Getty Images Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ætlar sér að enda ferilinn hjá núverandi liði sínu í Bandaríkjunum, Inter Miami. Hann segist þó ekki hafa neinn áhuga á því að hætta alveg strax. Messi, sem er orðinn 36 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami síðasta sumar frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Messi á að baki stórkostlegan feril þar sem hann hefur unnið svo gott sem allt sem í boði er. Á tíma sínum hjá Barcelona vann hann spænsku deildina tíu sinnum og Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Þá hefur hann orðið bæði heims- og Suður-Ameríkumeistari með argentínska landsliðinu, ásamt því að hafa verið kosinn besti fótboltamaður heims átta sinnum. 🚨 Leo Messi: “Inter Miami will be my last club, yes. As of today, it’s gonna be my last one”.“I love playing football, I enjoy everything much more because I am aware that every time there’s less and less”, told ESPN. pic.twitter.com/xpKUxCB0lS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Argentínumaðurinn er samningsbundinn Inter Miami til ársins 2025, en samningur hans felur einnig í sér möguleika á eins árs framlengingu. Í samtali við ESPN sagði Messi að hann myndi að öllum líkindum ekki spila fyrir annað lið áður en skórnir fara á hilluna, þó það sé alls ekki víst hvenær það muni gerast. „Eins og staðan er í dag held ég að þetta verði mitt síðasta félag,“ sagði Messi. „En ég er ekki tilbúinn að hætta í fótbolta heldur,“ bætti hann við. Ekki er er að sjá að Messi eigi ekki nóg eftir á tankinum. Í tólf leikjum fyrir Inter Miami á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað tólf mörk og lagt upp önnur þrettán. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Messi, sem er orðinn 36 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami síðasta sumar frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Messi á að baki stórkostlegan feril þar sem hann hefur unnið svo gott sem allt sem í boði er. Á tíma sínum hjá Barcelona vann hann spænsku deildina tíu sinnum og Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Þá hefur hann orðið bæði heims- og Suður-Ameríkumeistari með argentínska landsliðinu, ásamt því að hafa verið kosinn besti fótboltamaður heims átta sinnum. 🚨 Leo Messi: “Inter Miami will be my last club, yes. As of today, it’s gonna be my last one”.“I love playing football, I enjoy everything much more because I am aware that every time there’s less and less”, told ESPN. pic.twitter.com/xpKUxCB0lS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Argentínumaðurinn er samningsbundinn Inter Miami til ársins 2025, en samningur hans felur einnig í sér möguleika á eins árs framlengingu. Í samtali við ESPN sagði Messi að hann myndi að öllum líkindum ekki spila fyrir annað lið áður en skórnir fara á hilluna, þó það sé alls ekki víst hvenær það muni gerast. „Eins og staðan er í dag held ég að þetta verði mitt síðasta félag,“ sagði Messi. „En ég er ekki tilbúinn að hætta í fótbolta heldur,“ bætti hann við. Ekki er er að sjá að Messi eigi ekki nóg eftir á tankinum. Í tólf leikjum fyrir Inter Miami á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað tólf mörk og lagt upp önnur þrettán.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira