Fara í saumana á sendiherraskipunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 12:54 Skipanir Bjarna í sendiherrastöður í Róm og Washington mæltist illa fyrir víða. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tekur málið fyrir í dag. vísir/vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Sjá meira
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15